Íslensku unglingarnir luku keppni á EM unglinga í dag
Dagur Benjamín Kjartansson í leik á EM unglinga (mynd: Finnur Hrafn Jónsson).
Í dag fór fram B-keppni í einliðaleik fyrir þá leikmenn sem féllu úr leik í fyrstu umferðunum í útsláttarkeppninni. Allir leikir íslensku unglinganna töpuðust í dag. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir vann einu lotuna sem vannst, í leik sínum gegn lettnesku stúlkunni Karina Gailisa. Kolfinna tapaði annarri lotu í framlengingu.
Þrátt fyrir að aðeins tveir leikir hafi unnist á mótinu hefur það skilað miklu í reynslubankann hjá íslensku unglingunum.
ÁMU