Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenskur sigur í þremur flokkum í liðakeppni unglinga á opna flæmska mótinu

Íslenskir leikmenn sigruðu í þremur flokkum í liðakeppni unglinga á opna flæmska mótinu í Ostende í Belgíu. Keppni í liðakeppni fór fram 13.-14. ágúst. Ellert Kristján Georgsson, KR, Elvar Kjartansson, KR og Gestur Gunnarsson, KR sigruðu í drengjaflokki (f. 2001-2003) eftir marga ótrúlega jafna leiki. Ársól Clara Arnarsdóttir, KR og Lára Ívarsdóttir, KR sigruðu í flokki ungmenna stúlkna (f. 1997-2000), þar sem Lára spilaði upp fyrir sig. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi og Berglind Anna Magnúsdóttir, KR sigruðu í flokki telpna (f. 2006-2007) eftir flotta baráttu við belgískt lið. Lóa Floriansdóttir Zink, KR og Þóra Þórisdóttir, KR urðu í 2. sæti í flokki stúlkna (f. 2001-2003) eftir úrslitaleik við sterkt belgískt lið og Freyja Benediktsdóttir, KR, Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR og Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR höfnuðu í 2. sæti í flokki meyja (f. 2004-2005). Hjá strákunum urðu Eiríkur Logi Gunnarsson, KR og Heiðmar Sigmarsson, Umf. Samherjum, í 2. sæti í sveinaflokki (f. 2005-2006) og Baldur Thor Aðalbjarnarson, KR, Benedikt Vilji Magnússon, KR og Ólafur Steinn Ketilbjörnsson, KR urðu í 3. sæti í sama flokki (Ólaf vantar á myndina).

Allir leikmennirnir í ferðinni unnu leik og í flokkum þar sem voru fá lið fengu leikmenn aukaleiki við lið úr öðrum aldursflokkum. Leikmennirnir koma því heim reynslunni ríkari.

Hér fyrir neðan og á forsíðunni eru myndir af vef klúbbsins í Ostende sem heldur mótið. Sjá nánar á vef klúbbsins í Ostende, http://www.ttcdriveoostende.be/ 

 

 

ÁMU (uppfært 15.8.)

Aðrar fréttir