Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

ITTF PTT level 1 þjálfaranámskeiðið og æfingabúðir á Íslandi dagana 11. til 17. júní 2018

Frábært ITFF þjálfaranámskeið fór fram í aðstöðu BH í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði dagana 11. til 17. júní.

Þjálfarabúðirnar voru haldnar í samvinnu við ITTF og kann BTÍ þeim Neven Cegnar hjá ETTU og Nicholas Petit, Dejan Papic og Polona Cehovin hjá ITTF bestu þakkir fyrir að búðirnar hafi orðið að veruleika.

Leiðbeinandinn á námskeiðinu var þjálfarinn Aleksey Yefremov frá ITTF en hann hefur víðtæka reynslu af bæði þjálfun og námskeiðahaldi. Er hann afar vinnusamur en honum tókst að halda athygli þeirra sem þátt tóku í námskeiðinu allan tímann. Námskeiðið fór fram eftir vinnu alla virku dagana og hófst kl. 17.00 og lauk milli kl. 22.00 og 23.00 öll kvöld með stuttu hléi þar sem þáttakendur gátu gripið í snarl.  Um helgina var haldin æfing fyrir unglingalandslið sem þátttendur tóku þátt í.

Fimmtán þáttakendur voru á námskeiðinu (11 karlar og 4 konur)  frá BH, HK,  KR, Samherja og Víkingi. Það voru þreyttir en ánægðir þátttakendur sem luku námskeiðinu og munu þeir í framhaldinu klára 30 klst. þjálfun sem er skilyrði fyrir að útskrifast sem ITTF level 1 þjálfari.

Hér að neðan eru myndir sem ljósmyndarinn Robert Ben tók meðan á námskeiðinu stóð en hann var einn þátttakendanna. Mun hann í júlí nk. standa vaktina sem ljósmyndari á Evrópumóti unglinga í Cluj, Rúmeníu.

BTÍ þakkar Aleksey Yefremov sérstaklega fyrir námskeiðið og mun hann vonandi koma sem fyrst aftur til Íslands í önnur verkefni.

 

 

 

 

Aðrar fréttir