Jóhann Emil og Ólafía sigruðu á punktamóti Dímonar
Unga fólkið lék stórt hlutverk á punktamóti Dímonar, sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli í dag. Keppt var í 2. flokki karla og kvenna. Jóhann Emil Bjarnason úr Víkingi, sem er á 15. ári, sigraði í 2. flokki karla. Í kvennaflokki var það hins vegar hin reynda Ólafía Ásbjörnsdóttir úr Dímon sem bar sigur úr býtum.
Þetta er fyrsti sigur þeirra á stigamóti í 2. flokki.
ÁMU
Verðlaunahafar í 2. flokki karla (mynd: Magnús Kristjánsson). Guðjón Pál Tómasson vantar á myndina.