Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Jóhann Rúnar Kristjánsson fær C-styrk frá ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands úthlutaði í síðustu viku styrkjum til íslenskra íþróttamanna og sérsambanda.
Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr Nesi, fær C-styrk úr afrekssjóði að upphæð 760.000 kr, m.a. til undirbúnings fyrir úrtökumót fyrir Ólympíuleika fatlaðra.

Borðtennissamband Íslands fær 300.000 kr. eingreiðslu vegna Guðmundar Stephensen til þátttöku á úrtökmótum fyrir Ólympíuleikana í London. Sambandið fær líka 300.000 kr. í landsliðsverkefni úr Afrekssjóði ÍSÍ. Þá fær sambandið 300.000 kr. í landsliðsverkefni frá Ólympíufjölskyldu ÍSÍ.
BTÍ fær ekki styrk vegna ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna að þessu sinni.

ÁMU

Aðrar fréttir