Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Jóhann Rúnar Kristjánsson tók nýlega þátt í opna þýska meistaramóti fatlaðra í borðtennis

Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr Nesi, tók nýlega þátt í opna þýska meistaramótinu í borðtennis í Bayreut í Þýskalandi. Jóhann, sem keppir í sitjandi flokki C2, tapaði báðum leikjunum í sínum flokki en í liðakeppni vannst einn leikur.
Jóhann hefur átt við meiðsli í olnboga að stríða og hefur ekki gengið vel á síðustu mótum. Vonandi breytist það eftir að aðgerð hefur verið gerð á olnboganum.

Aðrar fréttir