Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Jóla-Alheimsmótið í borðakeppni 30.des

Jóla-Alheimsmótið í borðakeppni verður haldið annað kvöld, þriðjudaginn 30.desember í TBR húsinu Gnoðavogi kl: 20:00. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið en vanalega er það í byrjun tímabils

Nú er um að gera að hrista af sér jólaspikið og skella sér í borðakeppni dauðans! Þetta verður veisla! Allir eiga séns! Fullt af lotum!Það kostar 500 kr að taka þátt og sigurvegarinn hirðir allt.Spilafyrirkomulagið er þannig að um venjulega borðakeppni er að ræða. Spilað verður í nákvæmlega 1 og hálfan tíma. Þegar tímnn er búinn kemur í ljós hverjir eru að spila á efsta borðinu og öðru borði. Segjum að klukkan hringir og lotan er ekki búinn. Þá klára þeir/þau lotuna á fyrsta og öðru borði og sigurvegararnir mætast í tveggja lotu úrslitaleik sem allir horfa á.Hvet alla til að mæta á þennan mikilvæga viðburð.Skiptir ekki máli hvort þú sért úr Víking, KR, HK, BH, Dímon eða Akur. Þetta er fyrir alla!

Gamlar kempur látið sjá ykkur! Hér hefur enginn neinu að tapa. Við spilum einungis eina lotu í einu við hvern. Ef þú tapar ferðu niður um borð, ef þú vinnur, ferðu upp

Við tökum fram að mótið er ekki á vegum BTÍ og tengist engan veginn styrkleikalistanum eða mótaskránni. Einungis til gamans gert.

Aðrar fréttir