Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Jólaforgjafarmót Mattia 10. desember

Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfari heldur mót fyrir alla leikmenn í Íþróttahúsi Hagaskóla þann 10. desember. Mótið hefst kl. 10 en salurinn opnar kl. 9.

Mattia kallar fyrirkomulag mótsins „balanced“, sem gefur öllum tækifæri til að vinna mótið.  Það þýðir að allir leikmenn spila miðað við mismun í stigum sem er á þeim, en það tekur tillit til þess munar sem er á leikmönnunum, þ.e. hér er um forgjafarmót að ræða.

Dæmi um mismun og forgjöf.
–  Flokkur 1.  Ef það munar minna en 150 stigum á leikmönnum er engin forgjöf.
–  Flokkur 2.  Ef það munar 150 – 250 stigum á leikmönnum þá byrjar sá leikmaður sem hefur færri stig með tveggja stiga forgjöf í hverri lotu.
–  Flokkur 3.  Ef það munar 251 – 450 stigum á leikmönnum þá byrjar sá leikmaður sem hefur færri stig með fjögurra stiga forgjöf í hverri lotu.
–  Flokkur 4.  Ef það munar 451 – 750 stigum á leikmönnum þá byrjar sá leikmaður sem hefur færri stig með sex stiga forgjöf í hverri lotu.
– Flokkur 5.  Ef það munar meira en 750 stigum á leikmönnum þá byrjar sá leikmaður sem hefur færri stig með átta stiga forgjöf í hverri lotu.

Þessar reglur gilda ef karlar spila við karla og konur spila við konur. Ef karlar og konur mætast fær konan aukastig í forgjöf ef hún er með færri styrkleikastig en karlinn.

Til dæmis:
Ef tveir karlar eða tvær konur mætast og mismunurinn í stigum á milli þeirra er 500 stig, þá byrjar leikmaðurinn sem er með færri stig hverja lotu með stöðuna 6-0.
Ef leikurinn er á milli karls og konu og konan er með færri stig á styrkleikalistanum þá byrjar hún hverja lotu með stöðuna 7-0.
Í öllum leikjum er spilað þar til annar leikmaðurinn hefur unnið þrjár lotur.

Dregið verður í riðla af handhófi að morgni sunnudags. Eftir að riðlum er lokið
verður leikið með útslætti.
Þátttökugjald er kr. 1.500.

Í verðlaun verður ígildi 50% þátttökugjalda, sem skiptast á milli þriggja efstu leikmannanna þannig að 55% fari til sigurvegarans, 30% til þess sem verður í 2. sæti og 15% til þess sem verður í 3. sæti.

Skráning fer fram með tölvupósti til [email protected] og skal nafn, félag og styrkleikastig fylgja með. Í efnislínu póstsins skal setja CHRISTMAS BALANCED TOURNAMENT.
Skráning er til 9. desember kl. 21:00.
Mattia vonast til að sjá sem flesta og biður um að spurningum um mótið sé beint til hans.

Forsíðumynd af fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir