Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Jólamót Mattia verður haldið 9. desember

Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfari heldur mót fyrir unga leikmenn þann 9. desember í Íþróttahúsi Hagaskóla. Húsið opnar kl. 9 en keppni hefst kl 9.30.

Hádegisverðarhlé verður á bilinu kl. 12.30-13.30 en mótinu lýkur á milli kl. 17.00 og 18.00.

Til að leikmenn fái sem flesta leiki verður leikið í riðlum og síðan fara efstu leikmennirnir áfram í úrslitakeppni. Þeir leikmenn sem ekki komast í útsláttarkeppnina taka þátt í öðrum riðlum og annarri útsláttarkeppni í framhaldi af þeim. Þannig fá allir mikla keppnisreynslu og tækifæri til að vera saman, kynnast og þroskast í heilbrigðu umhverfi íþrótta. 

Þetta er óopinbert mót og gildir því ekki til stiga á styrkleikalista.

Þátttökugjald er kr. 1.500 á mann.

Í verðlaun verða gjafakort að verðmæti 40% af þátttökugjöldum, og skiptist verðmæti verðlaunanna á milli þriggja efstu leikmannanna.

Þeir leikmenn sem vilja taka þátt eru beiðnir um að senda tölvupóst til Mattia á netfangið [email protected], og skrifa SANTAS OPEN TOURNAMENT DECEMBER í efnislínuna, og tiltaka nafn leikmanns, félag og fæðingardag.

Skráningarfrestur er til kl. 21 þann 8. desember.

Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir