Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Jón Sigurðsson látinn

Jón Sigurðsson borðtennismaður úr Keflavík er látinn, 59 ára að aldri. Jón var meðal bestu borðtennismanna landsins á áttunda áratug síðustu aldar, og keppti fyrir Ungmennafélag Keflavíkur. Hann var öflugur borðtennismaður og þótti fádæma höggfastur. Jón varð Íslandsmeistari í drengjaflokki 1974 og lék þrjá A-landsleiki, auk unglingalandsleikja.

Jón lagði spaðann á hilluna um tvítugt en keppti á örfáum mótum fyrir um áratug, þá fyrir Víking.

Jón var lengi búsettur á Bíldudal og starfaði sem sjómaður. Hann var einnig áhugasamur veiðimaður og þekktur fyrir fluguhnýtingar.

Jón verður jarðsunginn frá Fríkirjunni í Reykjavík 12. nóvember kl. 13 en jarðsettur á Bíldudal, þar sem verður haldin minningarathöfn 14. nóvember kl. 14. Borðtennisfólk sendir fjölskyldu Jóns samúðarkveðjur.

Meðfylgjandi mynd er gömul blaðaljósmynd af Jóni (fjær) og Hirti Magna Jóhannssyni (nær) úr úrslitaleik í tvíliðaleik karla á Íslandsmótinu 1976, sem þeir töpuðu í æsispennandi leik.

 

ÁMU

Aðrar fréttir