Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Jósep Gunnarsson látinn

Jósef Rafn Gunnarsson, fyrrum borðtennismaður úr KR, lést þann 23. febrúar sl. Jósep, sem upphaflega bar eftirnafnið Csillag, var í hópi Ungverja, sem fluttust sem flóttamenn til Íslands árið 1956.

Jósep var fyrsti Íslandsmeistarinn í flokki 40 ára og eldri, en hann sigraði í flokknum árin 1974, 1975 og 1979. Eftir að hann hætti sjálfur að spila kom hann stundum á borðtennismót til að fylgjast með yngri leikmönnum.

Jósep var jarðsettur í kyrrþey í byrjun mánaðarins.

 

ÁMU

Aðrar fréttir