Kamil Mocek hækkaði mest á styrkleikalistanum á keppnistímabilinu 2016-2017
Víkingurinn Kamil Mocek hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júní 2016 til 1. júní 2017, en Kamil bætti sig um 219 stig á milli ára. Næstmest hækkaði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson úr BH, sem bætti sig um 175 stig á milli ára.
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir úr KR bætti sig mest kvenna á þessu ári, en hún bætti við sig 82 stigum. Næstmest kvenna hækkaði Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir úr KR, en hún hækkaði um 77 stig. Fast á eftir henni kom Þuríður Þöll Bjarnadóttir úr KR, sem hækkaði sig um 74 stig.
Sex karlar að auki bættu sig um meira en 100 stig á milli ára: Ingi Darvis Rodriquez, Víkingi, 149 stig; Gestur Gunnarsson, KR, 144 stig; Karl A. Claesson, KR, 119 stig; Óskar Agnarsson, HK, 112 stig; Birgir Ívarsson BH, 107 stig og Ellert Kristján Georgsson, KR, 101 stig.
Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda 1. júní 2017 og 1. júní 2016 hafi ekki tekið þátt í mótum keppnistímabilið 2016-2017.
Sjá nánar í viðhengjum:
Styrkleikalisti 2016-17 mismunur karlar
Styrkleikalisti 2016-17 mismunur konur
Á forsíðumyndinni má sjá Kamil á mynd Finns Hrafns Jónssonar, frá úrslitakeppninni í 2. deild vorið 2017.
Myndin af Auði Tinnu var tekin á Reykjavík International Games í janúar 2017.
ÁMU