Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári Ármannsson sigraði í kadett flokki á Welsh Euro Challenge 2016

Íslensku unglingarnir náðu frábærum árangri á Welsh Euro Challenge 2016, sem fram fór helgina 15.-17. janúar í Cardiff í Wales. Keppt var í mini cadet og cadet flokki. Þátttökulönd voru England, Lúxemborg, Malta, Wales og Ísland. Liðið skipuðu þau Ingi Darvis Rodriguez, Karitas Ármannsdóttir, Kári Ármannsson og Sveina Rósa Sigurðardóttir. Kristján Viðar Haraldsson, unglingalandsliðsþjálfari var þjálfari og fararstjóri og Guðrún Ólafsdóttir liðsstjóri.

Kári Ármannsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í einstaklingskeppninni í kadett flokki fyrr í dag en hann vann í úrslitum Benedict Watson frá Wales 3-0. Ingi Darvis Rodriguez varð í þriðja sæti í minikadett flokki á mótinu en hann tapaði naumlega undanúrslitaleik sínum gegn sigurvegara mótsins. Karítas og Sveina lentu í fimmta sæti í sínum flokkum.

Íslenska liðið lenti í fjórða sæti í stigakeppni mótsins, en stig eru reiknuð bæði fyrir einstaklingskeppnina og liðakeppnina.

Fylgst hefur verið með gengi íslenska liðsins hér á Facebook: https://www.facebook.com/groups/106924009398708/?fref=nf. Þar má m.a. sjá sigurstig Kára í úr úrslitaleiknum. Skv. Facebook var úrslitaleikur Kára tekinn upp fyrir velska sjónvarpið og tekið viðtal við Kára að leik loknum.

 

ÁMU, að miklu leyti byggt á texta frá II (myndir uppfærðar 18.1.)

Wales 2016 hópur

Aðrar fréttir