Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári Mímisson í framkvæmdastjórn ÍSÍ – fyrstur frá borðtennis

Ánægjulegt er er að segja frá því að borðtennismaður, Kári Mímisson, var kosinn í íþróttamannanefnd ÍSÍ og ekki nóg með það heldur var Kári valinn formaður nefndarinnar. Hlutverk íþróttamannanefndar ÍSÍ er að vera málsvari íþróttamanna í samskiptum við ÍSÍ.

Með þessari kosningu er Kári Mímisson kominn í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem fulltrúi íþróttamannanefndar. Samkvæmt heimildum BTÍ er það í fyrsta sinn sem borðtennismaður fær þennan vegsauka og er Kára innilega óskað til hamingju.

Alls sendu 9 sérsambönd fulltrúa á þingið og 16 sem höfðu atkvæðarétt.

Eftirtaldir fulltrúar voru kosnir í íþróttamannanefnd ÍSÍ:

  • Kári Mímisson – Borðtennis, formaður
  • Anton Sveinn Mckey – Sund
  • Dominiqua Alma Belanyi – Fimleikar
  • Kristín Þórhallsdóttir – Kraftlyftingar
  • Sigrún Agatha Árnadóttir – Íshokkí

Samkvæmt lögum ÍSÍ á íþróttamannanefnd ÍSÍ rétt á einum fulltrúa í framkvæmdastjórn ÍSÍ með full réttindi. Sá fulltrúi skal kosinn af Íþróttamannanefnd ÍSÍ og hljóta staðfestingu Íþróttaþings ÍSÍ.

Meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef ÍSÍ, sýnir einstaklingana sem í framboði voru. Á myndina vantar Sif Atladóttur.

Aðrar fréttir