Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári og Jóhannes Kári leika á unglingamóti í Lettlandi

Kári Ármannsson og Jóhannes Kári Yngvason taka þátt í unglingamóti í borðtennis í Riga í Lettlandi um helgina. Mótið er boðsmót sem heitir Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis og er haldið af lettneska menntamálaráðuneytinu. Þeim var boðið persónulega á mótið og eru einu íslensku keppendurnir. Keppnin í flokki strákanna (kadettflokki, 15 ára og yngri) fer fram laugardaginn 13. febrúar.

Drengirnir fóru til Lettlands á eigin vegum en fengu lánaða galla hjá BTÍ. Auk þeirra eru 42 keppendur frá 7 öðrum löndum. Fararstjórar eru mæður þeirra, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir og sendu þær myndirnar af strákunum. Á myndinni hér fyrir neðan eru þeir á opnunarhátíðinni og með þjálfaranum Maris Freiberga.

 

ÁMU

Kári og Jóhannes opnun Riga 2016

Kári og Jóhannes opnun Riga 2016 fánar

Kári og Jóhannes m þjálfara Riga 2016

Aðrar fréttir