Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári og Magnús Kristinn taka þátt í EM í Danmörku

Tveir íslenskir leikmenn taka þátt í EM fullorðinna í borðtennis, sem fram fer í Herning í Danmörku. Keppendur Íslands verða Kári Mímisson úr KR/Åsa og Magnús K. Magnússon úr Víkingi. Bjarni Þ. Bjarnason landsliðsþjálfari er einnig með í för.

Kári og Magnús hefja keppni í tvíliðaleik í fyrramálið en seinni partinn á morgun tekur við keppni í einliðaleik.

 

ÁMU

Kári á HM í fyrra

Aðrar fréttir