Kári og Sigrún sigruðu í meistaraflokki á stigamóti KR
Kári Mímisson og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, bæði úr KR, sigruðu í meistaraflokki á stigamóti KR í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 25. september. Birgir Ívarsson, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur sigruðu í 1. flokki og Karl A. Claesson, KR og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR lönduðu sigri í 2. flokki. Þetta var fyrsta stigamót keppnistímabilsins og komu keppendur frá BH, HK, KR og Víkingi.
Úrslit í einstökum flokkum
Meistaraflokkur karla
- Kári Mímisson, KR
- Sindri Þór Sigurðsson, Víkingur
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingur
3.-4. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
Kári vann Sindra 3-0 (11-8, 11-6, 11-9) í úrslitaleiknum. Sjá mynd á forsíðu.
Meistaraflokkur kvenna
- Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, KR
- Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur
- Karitas Ármannsdóttir, KR
Sigrún tapaði ekki lotu og vann Stellu 3-0 (11-3, 11-2, 11-7) í þeirra innbyrðis leik.
F.v. Karitas, Sigrún og Stella.
1. flokkur karla
- Birgir Ívarsson, BH
- Ísak Indriði Unnarsson, Víkingur
3.-4. Óskar Agnarsson, HK
3.-4. Karl Andersson Claesson, KR
Birgir, sem var stigahæsti keppandinn tapaði fyrir Óskari í riðlinum. Hann vann síðan alla sína keppinauta og lagði Ísak 3-1 (11-7, 11-6, 8-11, 11-7) í úrslitunum.
F.v. Ísak og Birgir. Karl og Óskar vantar á myndina.
1. flokkur kvenna
- Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur
- Guðrún Gestsdóttir, KR
- Karitas Ármannsdóttir, KR
Leikmenn í 1. flokki og 2. flokki léku saman á mótinu, til að allar fengju fleiri leiki. Stella vann alla andstæðinga sína 3-0 og sigraði Guðrúnu 11-7, 11-5, 16-14 í þeirra innbyrðis leik.
F.v. Karitas, Stella og Guðrún.
2. flokkur karla
- Karl Andersson Claesson, KR
- Piotr Zentara, Víkingur
3.-4. Jóhannes Kári Yngvason, KR
3.-4. Elvar Kjartansson, KR
Karl, sem var stigahæsti leikmaðurinn í flokknum, lagði Piotr 3-1 (12-10, 6-11, 11-4, 11-9) í úrslitum. Piotr er Pólverji, sem keppti á sínu fyrsta móti á Íslandi á þessu móti.
Mynd vantar.
2. flokkur kvenna
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
Leikmenn í 1. flokki og 2. flokki léku saman á mótinu, eins og áður kom fram. Kristín vann Þuríði 3-0 (11-7, 11-4, 11-8) í úrslitaleiknum í 2. flokki.
F.v. Kristín og Þuríður.
Myndir frá Magnúsi Stefánssyni og Ingimar Ingimarssyni.
Öll úrslit úr mótinu eru komin á vef Tournament Software, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=5405F7B9-5E9D-4614-A915-34F31FC5C699
ÁMU (uppfært 26.9.)