Kári og Skúli, Aldís og Guðrún sigruðu í liðakeppni Kjartansmótsins
Hið árlega Kjartansmót Borðtennisdeildar KR fór fram í KR-heimilinu við Frostaskjól laugardaginn 21. nóvember. Keppt var í liðakeppni karla og kvenna og í 3 aldursflokkum drengja og stúlkna fæddra 2001 og síðar. Alls voru 40 lið skráð til leiks frá Akri, BH, KR og Víkingi.
Kári Mímsson og Skúli Gunnarsson úr KR sigruðu í liðakeppni karla og Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir, KR, í liðakeppni kvenna.
Kári og Skúli sigruðu Hlöðver Steina Hlöðversson og Kára Ármannsson úr KR 2-1 í úrslitaleik og réðust úrslitin í oddalotu í tvíliðaleik, sem var úrslitaleikurinn í viðureigninni. Áður hafði Kári Mímsson unnið Hlöðver 3-0 og Kári Ármannsson lagt Skúla 3-0.
Aldís og Guðrún unnu úrslitaleikinn gegn Eyrúnu Elíasdóttur og Berglindi Ósk Sigurjónsdóttur úr Víkingi 2-0 og sigruðu annað árið í röð. Aldís lagði Berglindi 3-0 en Guðrún vann Eyrúnu 3-1.
Úrslit úr einstökum flokkum koma hér fyrir neðan. Úrslit úr öllum liðsleikjum má sjá á vef Tournament Software og úrslit úr leikjum einstakra leikmanna verða sett inn á næstunni.
Liðakeppni karla
- Kári Mímisson og Skúli Gunnarsson, KR
- Hlöðver Steini Hlöðversson og Kári Ármannsson, KR
3/4 Breki Þórðarson og Pétur Marteinn Tómasson, KR
3/4 Arnór Gauti Helgason og Ársæll Aðalsteinsson, Víkingur
Liðakeppni kvenna
- Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir, KR
- Eyrún Elíasdóttir og Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Víkingur
- Ársól Arnardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
Hnokkar fæddir 2005 og síðar
- Kristófer Júlían Björnsson og Jónatan Björnsson Gross, BH
- Eiríkur Logi Gunnarsson og Jóhann Ástráðsson, KR
- Tómas Dagsson og Bragi Hemstock, KR
Tátur fæddar 2005 og síðar
- Karitas Ármannsdóttir, Lilja Lív Margrétardóttir og Berglind Magnúsdóttir, KR
- Alexía Kristínardóttir Mixa og Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Kolfinna Margrét Eiríksdóttir Briem og Embla Sara Gísladóttir, KR
- Rakel Kjartansdóttir og Hugrún Þorsteinsdóttir, KR
Piltar fæddir 2003-2004
- Steinar Andrason og Ari Benediktsson, KR
- Karl Jóhann Halldórsson og Reynir Snær Skarphéðinsson, BH
- Elvin Gyðuson Hemstock og Benedikt Vilji Magnússon, KR
- Hilmir Örn Smárason Frodell og Mímir Kristínarson Mixa, BH
Telpur fæddar 2003-2004
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR
- Lóa Floriansdóttir Zink og Mist Reykdal Magnúsdóttir, KR
Sveinar fæddir 2001-2002
- Jóhannes Kári Yngvason, Kári Ármannsson og Ellert Kristján Georgsson, KR
- Karl A. Claesson, Ingi Brjánsson og Gestur Gunnarsson, KR
- Ísak Aryan Goyal og Elvar Kjartansson, KR
- Bjarni Þór Bjarnason, Einar Árni Bjarnason og Kristján Kári Gunnarsson, BH
Meyjar fæddar 2001-2002
- Guðbjörg Lív Margrétardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
- Stella Karen Kristjánsdóttir og Helena Diljá Sigurðardóttir, Víkingur
ÁMU (uppfært 23.11.)