Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári og Skúli, Aldís og Guðrún sigruðu í liðakeppni Kjartansmótsins

Hið árlega Kjartansmót Borðtennisdeildar KR fór fram í KR-heimilinu við Frostaskjól laugardaginn 21. nóvember. Keppt var í liðakeppni karla og kvenna og í 3 aldursflokkum drengja og stúlkna fæddra 2001 og síðar. Alls voru 40  lið skráð til leiks frá Akri, BH, KR og Víkingi.

Kári Mímsson og Skúli Gunnarsson úr KR sigruðu í liðakeppni karla og Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir, KR, í liðakeppni kvenna.

Kári og Skúli sigruðu Hlöðver Steina Hlöðversson og Kára Ármannsson úr KR 2-1 í úrslitaleik og réðust úrslitin í oddalotu í tvíliðaleik, sem var úrslitaleikurinn í viðureigninni. Áður hafði Kári Mímsson unnið Hlöðver 3-0 og Kári Ármannsson lagt Skúla 3-0.

Aldís og Guðrún unnu úrslitaleikinn gegn Eyrúnu Elíasdóttur og Berglindi Ósk Sigurjónsdóttur úr Víkingi 2-0 og sigruðu annað árið í röð. Aldís lagði Berglindi 3-0 en Guðrún vann Eyrúnu 3-1.

Úrslit úr einstökum flokkum koma hér fyrir neðan. Úrslit úr öllum liðsleikjum má sjá á vef Tournament Software og úrslit úr leikjum einstakra leikmanna verða sett inn á næstunni.

Liðakeppni karla

  1. Kári Mímisson og Skúli Gunnarsson, KR
  2. Hlöðver Steini Hlöðversson og Kári Ármannsson, KR

3/4   Breki Þórðarson og Pétur Marteinn Tómasson, KR

3/4   Arnór Gauti Helgason og Ársæll Aðalsteinsson, Víkingur

 

Verðlaunahafar í liðakeppni kvenna. Ársól Arnardóttur og Sveinu Rósu Sigurðardóttur vantar á myndina.

Verðlaunahafar í liðakeppni kvenna. Ársól Arnardóttur og Sveinu Rósu Sigurðardóttur vantar á myndina.

Liðakeppni kvenna

  1. Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir, KR
  2. Eyrún Elíasdóttir og Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Víkingur
  3. Ársól Arnardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR

Kjartansmót 2015 hnokkar

Hnokkar fæddir 2005 og síðar

  1. Kristófer Júlían Björnsson og Jónatan Björnsson Gross, BH
  2. Eiríkur Logi Gunnarsson og Jóhann Ástráðsson, KR
  3. Tómas Dagsson og Bragi Hemstock, KR

Kjartansmót 2015 tátur

Tátur fæddar 2005 og síðar

  1. Karitas Ármannsdóttir, Lilja Lív Margrétardóttir og Berglind Magnúsdóttir, KR
  2. Alexía Kristínardóttir Mixa og Sól Kristínardóttir Mixa, BH
  3. Kolfinna Margrét Eiríksdóttir Briem og Embla Sara Gísladóttir, KR
  4. Rakel Kjartansdóttir og Hugrún Þorsteinsdóttir, KR
Þorri leikmanna í piltaflokki.

Þorri leikmanna í piltaflokki.

Piltar fæddir 2003-2004

  1. Steinar Andrason og Ari Benediktsson, KR
  2. Karl Jóhann Halldórsson og Reynir Snær Skarphéðinsson, BH
  3. Elvin Gyðuson Hemstock og Benedikt Vilji Magnússon, KR
  4. Hilmir Örn Smárason Frodell og Mímir Kristínarson Mixa, BH

Kjartansmót 2015 telpur

Telpur fæddar 2003-2004

  1. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR
  2. Lóa Floriansdóttir Zink og Mist Reykdal Magnúsdóttir, KR
Verðlaunahafar í sveinaflokki.

Verðlaunahafar í sveinaflokki.

Sveinar fæddir 2001-2002

  1. Jóhannes Kári Yngvason, Kári Ármannsson og Ellert Kristján Georgsson, KR
  2. Karl A. Claesson, Ingi Brjánsson og Gestur Gunnarsson, KR
  3. Ísak Aryan Goyal og Elvar Kjartansson, KR
  4. Bjarni Þór Bjarnason, Einar Árni Bjarnason og Kristján Kári Gunnarsson, BH

Kjartansmót 2015 meyjar

Meyjar fæddar 2001-2002

  1. Guðbjörg Lív Margrétardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
  2. Stella Karen Kristjánsdóttir og Helena Diljá Sigurðardóttir, Víkingur

 

ÁMU (uppfært 23.11.)

 

Aðrar fréttir