Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kári og Tómas sigruðu í liðakeppni í -21 árs flokki á alþjóðlega flæmska mótinu

Verðlaunahafar í liðakeppni -21 árs (Mynd af heimasíðu mótsins)

Kári Mímisson og Tómas Ingi Shelton sigruðu í liðakeppni í -21 árs flokki karla á alþjóðlega flæmska borðtennismótinu, sem lauk í gær. Þeir sigruðu lið frá Spa í Belgíu í úrslitaleiknum. Ágætur árangur náðist á mótinu og voru fleiri Íslendingar á verðlaunapalli.

Davíð Jónsson og Pétur Marteinn Tómasson höfnuðu í 2. sæti í liðakeppni í opnum flokki karla eftir 2-3 tap í úrslitaleik fyrir pari frá Saint-Amand í Frakklandi. Þeir áttu tvo leikbolta í tvíliðaleik en töpuðu honum og töpuðu svo báðum seinni einliðaleikjunum í viðureigninni í oddalotu.
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Sigrún Ebba Tómasdóttir urðu í 2. sæti í liðakeppni -21 árs flokki og í 4. sæti í liðakeppni kvenna en þeir flokkar voru sameinaðir og keppt í einu lagi en veitt verðlaun fyrir hvorn flokk fyrir sig.
Ársól Arnardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir höfnuðu í 3. sæti í liðakeppni í meyjaflokki 15 ára og yngri.

ÁMU (uppfært 22.8.)

Aðrar fréttir