Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Karlalandsliðið keppir í forkeppni Evrópumeistaramótsins í Wales

Keppnisstaður og dagsetning hafa verið ákveðin fyrir riðil Íslands í forkeppni karlalandsliða fyrir Evrópumeistaramótið 2017. Ísland er í riðli með Azerbaijan, Írlandi, Kosovo, Noregi og Wales. Leikið verður í Cardiff í Wales 4.-6. nóvember.

Kvennalandsliðið leikur í forkeppni í Lúxemborg en ekki kemur fram hvort leikið verði sömu helgi.

Greint er frá þessu á Facebooksíðu Borðtennissambands Íslands.

Á forsíðumyndinni má sjá karlalandsliðið sem sigraði á Arctic mótinu 2013 með Bjarna Bjarnasyni, þáverandi landsliðsþjálfara.

 

ÁMU

Aðrar fréttir