Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Karlalandsliðið leikur á Norður-Evrópumóti fullorðinna

Karlalandsliðið tekur þátt í Norður-Evrópumótinu, sem fram fer í Riga í Lettlandi 15.-18. ágúst næstkomandi.

Peter Nilsson, landsliðsþjálfari valdi þá Inga Darvis Rodriguez, Víkingi, Magnús Gauta Úlfarsson, BH og Matthías Þór Sandholt í liðið. Þeir keppa í liðakeppni, einliðaleik og Magnús Gauti og Ingi Darvis leika saman í tvíliðaleik.

Ekki tókst að manna kvennalið þessa daga og ákvað landsliðsþjálfari að konurnar skyldu frekar taka þátt í öðrum verkefnum.

Öll löndin tíu sem eiga aðild að Norður-Evrópusambandinu í borðtennis taka þátt í ár og í liðakeppni karla vantar aðeins lið frá Færeyjum, en Færeyingar keppa í einstaklingskeppni.

Yfirlit leikmanna og liða hefur verið birt hér:

https://tt.esit.lv/#/competition-group/234

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ, verður í Riga og situr fund Norður-Evrópu borðtennissambandsins NETU, sem fer fram samhliða mótinu.

Aðrar fréttir