Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Karlalið BH leikur í Europe Trophy keppninni um helgina

Karlalið BH leikur um helgina í Europe Trophy keppninni og er leikið svæðisskiptum riðlum í Tallinn í Eistlandi. Liðið er í B-riðli með liðum frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Lið BH í keppninni skipa þeir Magnús Gauti Úlfarsson, Magnús Jóhann Hjartarson, Noah Takeuchi Lassen og Þorbergur Freyr Pálmarsson.

Fyrsti leikur BH var leikinn að kvöldi 13. desember og mætti BH liði Baltais LA frá Lettlandi. Leiknum lauk með 0-3 tapi og vann Magnús Jóhann einu lotuna sem BH vann í leiknum.

Laugardaginn 14. desember leikur BH tvo leiki. Fyrst kl. 11 að staðartíma við TalTech Sport Club frá Eistlandi. Síðan kl. 14.30 við Vilkaviškio Rytas frá Litháen.
Streymt er beint frá leiknum kl. 11.

Slóð á leikina og úrslitin: https://www.ettu.org/europe-trophy-regional-stage/


Mynd og myndbönd frá Ingimar Ingimarssyni.

Aðrar fréttir