Keppendur frá BR öflugir á unglingamóti HK
Á laugardag 15. apríl fór fram unglingamót HK. Mótið þótti heppnast vel og keppendur sem voru alls 16 í fimm flokkum sýndu oft á tíðum frábær tilþrif. Margir spennandi leikir voru háðir og úrslit útkljáð í oddalotu þar sem spennustigið var hátt.
Meðfylgjandi eru úrslit í einstökum flokkum og myndir af sigurvegurum. Finna má flottar ljósmyndir af mótinu sem Finnur Hrafn Jónsson tók á Facebook.
Í mini kadet drengja var keppt í tveimur riðlum með alls 8 keppendum. Í þeim flokki sigraði Dawid May-Majewski úr BR Aleksander Patryk Jurczak sem einnig leikur fyrir BR. Úrslit réðust í oddalotu þar sem Dawid vann 12-10. Mikil efni þarna á ferð og gróska hjá BR.
Í mini kadet stúlkna voru fjórir keppendur en þar sigraði Emma Nizianska úr BR sem var með jafn marga sigra og Marta Stefánsdóttir úr KR en vann innbyrðis viðureignina og stóð því uppi sem sigurvegari.
Í kadet karla voru fjórir þátttakendur en þar stóð uppi sem sigurvegari Kristófer Logi Brynjólfsson frá Víkingi sem vann alla sína leiki en Haukur Ingi Jónsson úr HK var í 2. sæti.