Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Keppendur frá fjórum félögum á Héraðsmóti HSK

Héraðsmót HSK í borðtennis var haldið á Hvolsvelli 6. maí. Keppendur voru 47 frá fjórum félögum: Dímon, Eyfellingi, Garpi og Heklu.

Sigurvegarar í einstökum flokkum voru þessir:

Tátur 11 ára og yngri: Maja Swiderska, Dímon

Hnokkar 11 ára og yngri: Rúnar Þorvaldsson, Dímon

Telpur 12-13 ára: Sóldís Birta Magnúsdóttir, Dímon

Piltar 12-13 ára: Þorgils Gunnarsson, Hekla

Sveinar 14-15 ára: Heiðar Óli Guðmundsson, Hekla

Stúlkur 16-18 ára: Íris Þóra Sverrisdóttir, Garpi

Drengir 16-18 ára: Smári Valur Guðmarsson, Garpi

Konur 18-39 ára: Ólafía Bjarnheiður Ásbjörnsdóttir, Dímon

Karlar 18-39 ára: Reynir Björgvinsson, Dímon

Karlar 40+ ára: Ólafur Elí Magnússon, Dímon

Ítarlegri úrslit má sjá fljótlega á vef HSK, www.hsk.is.

Þá verða úrslit úr öllum leikjum sett inn í Tournament Software og verða aðgengileg á www.tournamentsoftware.com

 

ÁMU

Aðrar fréttir