Keppni á Norður-Evrópumóti fullorðinna hefst 15. ágúst
Keppni á Norður-Evrópumóti fullorðinna, sem fram fer í Riga í Lettlandi, hefst 15. ágúst og stendur til 18. ágúst.
Karlalandslið Íslands, skipað þeim Inga Darvis Rodriguez, Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Matthíasi Þór Sandholt leikur á mótinu.
Mótið hefst á liðakeppni, þar sem eru tíu lið skráð til keppni í þremur riðlum. Ísland er í 2. riðli með Lettlandi-1 og Svíþjóð. Karlarnir mæta Svíþjóð þann 15. ágúst kl. 16 að staðartíma, og Lettlandi-1 þann 16. ágúst kl. 9. Síðan verður leikið upp úr riðlunum um hvert sæti og fara þeir leikir líka fram 16. ágúst.
Íslensku karlarnir leika líka í einliðaleik og eru 46 keppendur skráðir til leiks. Inga Darvis er raðað nr. 18, Magnúsi Gauta nr. 22 og Matthíasi nr. 36. Keppni hefst kl. 14 þann 16. ágúst.
Þeir Ingi Darvis og Magnús Gauti leika saman í tvíliðaleik karla og eru 10 pör skráð til leiks. Keppni hefst kl. 14 þann 17. ágúst.
Vefsíða mótsins: https://tt.esit.lv/#/competition-group/234
Forsíðumynd úr myndasafni.