Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Keppni hafin á Íslandsmótinu 2020

Íslandsmótið 2020 var formlega sett í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 28. febrúar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson setti mótið og gaf fyrstu uppgjöfina, við mikinn fögnuð áhorfenda. Var forsetanum gefinn borðtennisbolur til minnis.

Keppni hófst í tvíliiðaleik kvenna og karla og var leikið fram að undanúrslitum. Leikið verður til úrslita á sunnudaginn.

Í tvíliðaleik karla mætast í undanúrslitum annars vegar Birgir Ívarsson/ Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Daði Freyr Guðmundsson/Davíð Teitsson, Víkingi. Í hinum undanúrslitunum leika Davíð Jónsson/Skúli Gunnarsson, KR og Ingi Darvis Rodriguez/Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi.

Í tvíliðaleik kvenna keppa Aldís Rún Lárusdóttir/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR og Harriet Cardew/Sól Kristínardóttir Mixa, BH. Hinum megin leika Alexía Kristínardóttir Mixa/Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH og Agnes Brynjarsdóttir/Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi.

Keppni hefst kl. 9 laugardaginn 29. febrúar með keppni í tvenndarleik en síðan taka einliðaleiksflokkarnir við hver af öðrum. Sjá má tímaáætlun dagsins í dagatalinu hér til hliðar og í frétt efst á síðunni. Allir Íslandsmeistararnir frá 2019 taka þátt í mótinu og freista þess að verja titla sína. Undantekningin er Alexía Kristínardóttir Mixa úr BH, sem sigraði í 2. flokki kvenna í fyrra en er nú komin í 1. flokk.

Hægt er að horfa á útsendingu frá mótinu á Facebook síðu BTÍ.

Öll úrslit úr mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=9A1DE220-BF07-40A4-831D-A233AA4C4910

Aðrar fréttir