Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Keppni hefst á HM 21. apríl

Keppni hefst á HM í Búdapest á páskadag, 21. apríl. Íslensku keppendurnir hefja allir keppni í einliðaleik þann dag.

Dagskrá íslensku keppendanna:

Magnús Gauti Úlfarsson leikur í riðli 11 með Aliaksandr Khanin frá Belarus og Naif Al-Jadai frá Saudi-Arabíu. Hann leikur fyrstu íslensku leikmannanna þann 21. apríl kl. 11.30 og aftur kl. 16.15.

Birgir Ívarsson er í riðli 61 með Khalid Assar frá Egyptalandi og Ioannis Sgouropoulos frá Grikklandi. Birgir leikur 21. apríl, kl. 13.45 og 18.30.

Ingi Darvis Rodriguez spilaði í riðli 77 með Rares Sipos frá Rúmeníu, Carlos Machado frá Spáni og Diaw frá Senegal. Ingi spilar 21. apríl kl. 14.30, kl. 19.15 og 22. apríl kl. 13.30.

Hægt er að fylgjast með mótinu á vef ITTF, t.d. horfa á beinar útsendingar, sjá https://www.ittf.com/tournament/5000/2019-world-championships/

Einnig verður fylgst með íslensku leikmönnunum á fésbókarsíðu BTÍ. Forsíðumyndin er tekin þaðan og sýnir liðið og Aleksei landsliðsþjálfara.

ÁMU

Aðrar fréttir