Keppni í 1. deild kvenna 2011-2012
Stjórn BTÍ hefur ákveðið að í 1. deild kvenna verði í vetur keppt heima og að heiman á sama hátt og í 1. deild karla.
Sex lið munu taka þátt í 1. deild kvenna í vetur: Dímon, HK, KR-A, KR-B, Víkingur-A og Víkingur-B.
Áætlað er að 1. umferð í 1. deild kvenna verði í viku 42, þ.e. 19.-20. október. Leikið verði í annarri hverri viku, á móti leikjum í 1. deild karla. Niðurröðun leikja í 1. deild kvenna verður birt fjótlega.