Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Keppni í 1. og 2. deild laugardaginn 1. október 2022 í BH

Keppni hefst í 1. og 2. deild laugardaginn 1. október 2022. Fer 1. og 2. umferð deildanna fram í BH í Hafnarfirði. Fyrsta umferð hefst kl. 10.00 og önnur umferð hefst kl. 14.00.

Keppni í 1. deild kvenna hefst laugardaginn 29. október.

Keppni í 3. deild karla hefst sunnudaginn 2. október og fyrstu tvær umferðir í deildinni verða spilaðar í HK í Kópavogi.

Sjá niðurröðun leikja og lista yfir leikmenn.

Eins og áður hefur komið fram verður fyrirkomulag keppni með breyttu sniði.

Karladeildir: Í nýju fyrirkomulagi verða leiknir allt að 10 leikir í viðureign, fyrst 6 einliðaleikir, svo tvíliðaleikur og að lokum 3 einliðaleikir. Vinna þarf 6 leiki til að vinna viðureign. Þrír til fimm leikmenn leika hverja viðureign. Þrír sömu leikmenn spila alla einliðaleikina en frjálst er að velja hvern sem er úr fimm manna liði í tvíliðaleikinn. Spila skal hverja viðureign á tveimur borðum. Nýtt fyrirkomulag á því ekki að taka mikið lengri tíma en í fyrra fyrirkomulagi. Spilaðar verða tvær umferðir í öllum deildum.

Keppnisfyrirkomulag í karladeildum:

Heima Gestir
Leikur 1 A Y
Leikur 2 B Z
Leikur 3 C X
Leikur 4 A Z
Leikur 5 B X
Leikur 6 C Y
Leikur 7 Tvíliðaleikur Tvíliðaleikur
Leikur 8 A X
Leikur 9 B Y
Leikur 10 C Z

Liðið sem fyrr er að sigra 6 leiki vinnur viðureignina. Staðan 5-5 er jafntefli og gefur það eitt stig í töflu en sigur veitir tvö stig. Engar breytingar eru leyfðar á niðurröðun eftir að viðureignin er hafin. 

Kvennadeild: Í kvennaflokki eru lið skipuð tveimur leikmönnum með það að markmiði að fjölga liðum í kvennadeild. Í nýju kerfi verða alltaf spilaðar fimm leikir hvernig sem staðan er. Tveir einliðaleikir, einn tvíliðaleikur og önnur umferð með einliðaleikjum. 

Keppnisfyrirkomulag í kvennadeild:

Heima Gestir
Leikur 1 A X
Leikur 2 B Y
Leikur 3 Tvíliðaleikur Tvíliðaleikur
Leikur 4 A Y
Leikur 5 B X

Klára skal alla 5 leikina. Hver sigur gefur stig í töflu. Svo 5-0 sigur gefur 5 stig í töflu fyrir sigurlið og 0 fyrir tap, 4-1 sigur gefur 4 stig í töflu og eitt fyrir tap liðið. Tveir leikmenn skulu vera í liði en leyfilegt verður að bæta við nýjum leikmönnum í tvíliða.

Fréttin hefur verið uppfærð

Aðrar fréttir