Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Keppni í borðtennis á Smáþjóðaleikunum hefst 28. maí

Íslensku keppendurnir á Smáþjóðaleikunum 2019 héldu til Montenegro (Svartfjallands) 26. maí í leiguflugi á vegum ÍSÍ.

Keppni í borðtennis hefst 28. maí og er keppt alla daga til 1. júní. Þann 28. og 29. maí er keppt í liðakeppni. Þann 30. maí er keppt í tvíliðaleik og í einliðaleik 31. maí. Lokadaginn, 1. júní, er leikið til úrslita í einliðaleik og tvíliðaleik. Slóð á dagskrá leikanna: http://www.montenegro2019.me/images/COMPETITION_SCHEDULE_FINAL.pdf

Í borðtennishópnum eru 3 keppendur í karlaflokki og 3 í kvennaflokki auk þjálfara og fararstjóra. Allir keppendur geta leikið í liðakeppni en einungis má senda eitt par í tvíliðaleik og tvo leikmenn í einliðaleik af hvoru kyni skv. reglum leikanna. Skv. upplýsingum á vef ÍSÍ eru eftirtaldir í borðtennishópnum:

Agnes Brynjarsdóttir, keppandi í liðakeppni og tvíliðaleik
Aldís Rún Lárusdóttir, keppandi liðakeppni og einliðaleik 
Stella Karen Kristjánsdóttir, keppandi í liðakeppni, einliðaleik og tvíliðaleik
Magnús Jóhann Hjartarson, keppandi í liðakeppni og tvíliðaleik
Magnús Gauti Úlfarsson, keppandi í liðakeppni, einliðaleik og tvíliðaleik
Ingi Darvis Rodriguez, keppandi í liðakeppni og einliðaleik

Styrmir Stefnisson flokksstjóri
Þórný Þórðardóttir liðsstjóri
Aleksey Yefremov þjálfari

Það er skammt stórra högga á milli hjá Íslandsmeistaranum Magnúsi Gauta, en hann varð stúdent frá Borgarholtsskóla 25. maí og gerði sér lítið fyrir og dúxaði.

Fylgst verður með gengi íslensku keppendanna á þessari síðu. Einnig má fylgjast með á vefsíðu leikanna: http://montenegro2019.me/en/

Aðrar fréttir