Keppni í norðurriðli 2. deildar hefst 30. október
Keppni í norðurriðli 2. deildar hefst á sunnudaginn 30. október. Í riðlinum eru 6 lið, eitt frá Æskunni, tvö frá Akri og þrjú frá Umf. Samherjum.
Keppni í suðurriðli 2. deildar hefst á næstunni. Í riðlinum eru 8 lið í tveimur riðlum. Þrjú lið eru frá KR, tvö lið eru frá HK og Víkingi og eitt sameiginlegt HSK lið, skipað leikmönnum frá Dímon og Heklu.
Skipan liða í riðla má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=FEE15AF6-5400-4DCE-8927-119111CE7215.
Á sama stað má líka sjá úrslitin úr þeim leikjum, sem fram hafa farið í 1. deild karla og kvenna.
Leikjaskipan: 2-deild-nordur-2016-2017
Á forsíðumyndinni má sjá bróðurpart liðanna í verðlaunasætum í 2. deild vorið 2016.
ÁMU (uppfært 29.10.)