Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Keppnistímabilið 2017-2018 að hefjast

Nú styttist í að keppnistímabilið 2017-2018 hefjist. Haustæfingar eru hafnar eða að hefjast hjá mörgum félögum. Skoða má félög sem stunda, eða hafa stundað borðtennisæfingar undir flipanum „Um BTÍ – Aðildarfélög“ efst á þessari síðu. Þar má finna tengla á heimasíður margra félaga til að fá upplýsingar um æfingatíma en mörg félög eru einnig með Facebook síður. Á Facebook síðu BTÍ hafa mörg félög sett inn fréttir síðustu daga til að kynna æfingatöflur haustsins og aðstöðu.

Félögin áttu að skila umsóknum um mót keppnistímabilsins 2017-2018 til mótanefndar BTÍ fyrir 31. ágúst. Mótanefnd vinnur nú að mótaskrá keppnistímabilsins. Skv. uppleggi mótanefndar BTÍ að mótaskrá verður fyrsta keppnishelgin 30. september – 1. október en sú helgi verður notuð fyrir deildarkeppni. Fyrirhugað er að keppni í 2. deild fari fram um helgar eins og gert hefur verið í 1. deild síðustu ár.

BTÍ heldur þjálfaranámskeið 21.-24. september og kemur erlendur þjálfari til landsins til að halda námskeiðið. Nánari upplýsingar verða birtar á næstunni.

Stjórn BTÍ hélt formannafund með formönnum borðtennisdeilda laugardaginn 2. september, þar sem málin voru rædd. Frétta er að vænta af niðurstöðum fundarins á næstunni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir