Kínverjar Ólympíumeistarar í liðakeppni karla og kvenna
Kínverjar vörðu Ólympíumeistaratitla sína í liðakeppni karla og kvenna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro.
Kínversku konurnar Ding Ning, Li Xiaoxia og Liu Shuwen unnu Þýskaland 3-0 í úrslitaleiknum, og töpuðu aðeins 3 lotum í öllu mótinu þegar einstaklingskeppni og liðakeppni eru taldar saman. Ótrúlegir yfirburðir kínversku kvennana.
Í leiknum um 3. sætið lagði Japan Singapore 3-1.
Kínversku karlarnir sigruðu Japan 3-1 í úrslitum í liðakeppni karla. Það er sjaldgæft að Kínverjar tapi leik, en það var Jun Mizutani sem vann Xu Xin 12-10 í oddalotu. Aðrir í liði Ólympíumeistaranna voru Ma Long og Zhang Jike.
Þýskaland vann Suður-Kóreu 3-1 í leiknum um 3. sætið, þar sem þrír leikir af fjórum fóru í oddalotu.
Myndir af vef ITTF. Nánar má lesa um leikana á slóðinni http://new.ittf.com/rio-2016/
ÁMU