Kínverjar sigruðu tvöfalt á HM í liðakeppni
Kínverjar sigruðu tvöfalt í liðakeppni á HM í borðtennis, sem lauk í Þýskalandi í gær.
Í úrslitum í karlaflokki lögðu Kínverjar heimamenn Þjóðverja 3-0, og sigruðu í 6. sinn í röð. Kínversku karlarnir höfðu yfirburði á mótinu og unnu alla sína leiki 3-0. Lið Kínverja skipuðu Ma Long, Zhang Jike, Wang Hao, Xu Xin og Ma Lin.
Í úrslitum í kvennaflokki endurheimtu kínversku konurnar titilinn, sem þær töpuðu óvænt gegn Singapore á síðasta móti. Núna lögðu þær Singapore 3-0 í úrslitum. Í kínverska liðinu voru Ding Ning, Liu Shiwen, Guo Yan, Li Xiaoxia og Guo Yue.
ÁMU