Kínverjar tvöfaldir heimsmeistarar í liðakeppni
Keppni á HM í liðakeppni í borðtennis lauk í kínversku borginni Chengdu sunnudaginn 9. október.
Í karlaflokki sigruðu Kínverjar 10. skiptið í röð og í 22. skipti í allt, þegar þeir lögðu lið Þýskalands 3-0 og töpuðu aðeins einni lotu í úrslitaleiknum. Kínverjar lögðu Japani 3-2 í undanúrslitum og þar var það hinn ungi Tomokazu Harimoto sem vann báða sína leiki fyrir Japan. Í hinum undanúrslitunum vann Þýskaland Suður-Kóreu 3-2, en hvorki Timo Boll né Dima Ovtcharov voru í þýska liðinu.
Kínversku konurnar sigruðu í 5. skipti í röð þegar þær lögðu Japan 3-0 í úrslitum. Þetta var sömuleiðis 22. titill kínversku kvennanna, sem unnu alla leiki sína á mótinu 3-0. Kína vann Taiwan 3-0 í undanúrslitum 3-0 en Japan vann Þýskaland 3-0.