Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kínverjar unnu fern gullverðlaun og Japanir ein á ÓL 2020

2021/08/05. Team Event Golden medal match China beat Japan 3/0 at Tokyo 2020, Olympic Games, Tokyo Metropolitan Gymnasium .

Keppni í borðtennis á Ólympíuleikunum 2020 lauk með úrslitum í liðakeppni. Kínverjar unnu fern gullverðlaun og Japanir ein á leikunum.

Kínverjar höfðu yfirburði í liðakeppni. Þeir sigruðu Þjóðverja 3-0 í úrslitum í liðakeppni karla en Japan lagði Suður-Kóreu 3-1 í leik um bronsið. Í liðakeppni kvenna vann Kína úrslitaleikinn gegn Japan sömuleiðis 3-0 og Hong Kong vann Þýskaland 3-1 í bronsleiknum.

Í einliðaleik mættust tveir Kínverjar í úrslitum, bæði í karla- og kvennaflokki. Ma Long vann Fan Zhendong 4-2 í úrslitum og Dimitrij Ovtcharov frá Þýskalandi vann bronsið með 4-3 sigri á Lin Yun Ju frá Taiwan. Í kvennaflokki vann Chen Meng Sun Yingsha 4-2 í úrslitum. Bronsið fékk Mima Ito frá Japan, sem vann Yu Mengyu frá Singapore 4-1 í bronsleiknum.

Einu gullverðlaunin, sem Kína vann ekki vann Japan í tvenndarleik, en þetta var í fyrsta skipti sem keppni í tvenndarleik fór fram á Ólympíuleikunum. Japanska parið Jan Mitsutani og Mima Ito urðu Ólympíumeistarar með 4-3 sigri á Xu Xin og Liu Shiwen frá Kína. Bronsið fengu Lin Yun Ju og Cheng I Ching frá Taiwan, sem unnu Emmanuel Lebesson og Jia Nan Yuan frá Frakklandi 4-0 í leik um bronsið.

Hægt er að sjá úrslitin úr öllum leikjum á leikunum á úrslitasíðu Ólympíuleikanna, https://olympics.com/tokyo-2020/en/where-to-watch-olympic-games-live

Myndir af fjölmiðlasíðu ITTF.

Aðrar fréttir