Kjartansmót KR í borðtennis fer fram í KR-heimilinu helgina 12.-13. nóvember. Í raun er um þrjú mót að ræða:

Unglingamót KR í öllum flokkum 21 árs og yngri fyrir hádegi laugardaginn 12. nóvember.
Kjartansmótið í liðakeppni karla og kvenna eftir hádegi laugardaginn 12. nóvember.
Punktamót KR í öllum flokkum sunnudaginn 13. nóvember.

Þegar hafa tveir erlendir leikmenn boðað komu sína á mótið.

ÁMU