Svíinn Kjeld Johannsson er látinn, 65 ára að aldri. Hann var, ásamt Hans Alsér, í fararbroddi sænska borðtennismanna og varðaði veginn fyrir næstu kynslóð borðtennismanna, t.d. Jörgen Person og Jan-Owe Waldner. Kjeld Johannsson varð margfaldur Evrópumeistari í borðtennis og varð tvisvar heimsmeistari í tvíliðaleik með Hans Alsér og einu sinni með Stellan Bengtson. Hann varð líka heimsmeistari í liðakeppni árið 1973.

Kjeld má flokka með Íslandsvinum þar sem hann kom til Íslands og keppti á fyrsta afmælismóti Borðtennissambands Íslands árið 1977.

ÁMU