Kjör á borðtennismanni og borðtenniskonu ársins 2016 kunn
Daði Freyr Guðmundsson Víkingi og Guðrún G Björnsdóttir KR hafa verið kosin borðtennismaður og borðtenniskona ársins 2016.
Daði Freyr Guðmundsson:
Daði Freyr hefur um árabil verið burðarás í íslenska karlalandsliðinu. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni og varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í annað sinn árið 2016 og þá í fyrsta sinn Íslandsmeistari í einliðaleik.
Guðrún G Björnsdóttir:
Guðrún varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna árið 2016. Hefur hún í gegnum tíðina unnið marga titla í íþróttinni og verið mikilvægur hlekkur í landsliðinu og borðtennishreyfingunni.
Eru þau bæði íþróttinni til sóma og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.
Óskar stjórn BTÍ þeim Daða og Guðrúnu til hamingju með kosninguna.