Kjör á borðtennisfólki ársins
Komið er að kjöri á borðtennisfólki ársins. Kosningin fer fram með rafrænum hætti. Kosið er um borðtenniskonu- og borðtenniskarl ársins. Kosningin hefst í dag, fimmtudaginn 8. desember 2022 og lýkur henni kl. 23:59 sunnudaginn 18. desember 2022.
Allir virki leikmenn BTÍ sem eru 16 ára eða eldri hafa kosningarétt auk stjórnar og varastjórnar BTÍ, landsliðsþjálfara og unglingalandsliðsþjálfara. Sá leikmaður sem hlýtur flest atkvæði hlýtur titilinn borðtenniskona og borðtenniskarl ársins 2022.
Hægt er að greiða atkvæði með því að smella hér.