Kjör um borðtennismann og konu ársins
Kjör á borðtennismanni og konu ársins fer fram fimmtudaginn 12. desember nk. milli kl. 13.00 og 19.00 að Suðurlandsbraut 10, 2. hæð á skrifstofu Sigurðar Vals Sverrissonar formanns BTÍ.
Atkvæðisrétt um kjör á borðtennismann og -konu ársins hafa allir virkir leikmenn 16 ára og eldri á styrkleikalista BTÍ hverju sinni, stjórn og varastjórn BTÍ og landsliðsþjálfarar.
Sá borðtennismaður og -kona sem flest atkvæði fá verða borðtennismaður og -kona ársins. Fái tveir eða fleiri leikmenn jafnmörg atkvæði sker hlutkesti úr um hver/hvor skuli hljóta titilinn.
Minnt er sérstaklega á, að kjörseðlar eru afhentir og þá skal útfylla á kjörstað en þeir eru síðan settir í lokaðan kjörkassa. Ekki er heimilt að greiða atkvæði fyrir aðra, þ.e. þeir sem vilja greiða atkvæði verða að mæta á kjörstað.
Stjórn BTÍ