Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir í Íþróttafólkinu okkar á RÚV

Í annað sinn í haust var rætt við borðtennismann í þáttunum Íþróttafólkið okkar á RÚV en í þetta sinn var það Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, sem var viðmælandi íþróttafréttamanna RÚV. Kolfinna er ein af fáum íþróttamönnum sem hefur afrekað það að vera bæði Íslandsmeistari í flokki fatlaðra og ófatlaðra.

Viðtalið við Kolfinnu má sjá í 6. þætti af Íþróttafólkið okkar, sem var á dagskrá RÚV 29. nóvember sl. Slóðin á þáttinn:

http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/ithrottafolkid-okkar/27669?ep=87rt2m

Viðtalið við Kolfinnu hefst eftir um 23 mínútur í þættinum.

Á forsíðumyndinni má sjá Kolfinnu og Bjarna föður hennar, eftir að þau urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2016.

 

ÁMU

Aðrar fréttir