Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir var valin íþróttakona HK árið 2016 en tilkynnt var um valið á íþróttahátíð HK á þrettándanum.

Kolfinna varð Íslandsmeistari í tvenndarleik vorið 2016 og sigraði í einliðaleik kvenna á Arctic mótinu í maí. Hún var einnig í kvennalandsliðinu sem sigraði á Arctic og lék með landsliðinu á Norður-Evrópumótinu í Noregi í maí og í forkeppni EM í Danmörku í nóvember.

Mynd af Kolfinnu á forsíðu fengin af vef HK.

 

ÁMU