Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir sigraði í einliðaleik á Arctic open
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir sigraði í einliðaleik kvenna á Arctic open mótinu í TBR-húsinu í dag. Kolfinna sigraði Duritu Jensen frá Færeyjum 4-2 (11-9, 11-7, 7-11, 11-7, 8-11, 11-6) í úrslitaleik. Kolfinna varði því titilinn sem hún vann á mótinu í Nuuk í fyrra. Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir höfnuðu í 3.-4. sæti. Aldís tapaði 2-4 fyrir Kolfinnu í undanúrslitum og Guðrún tapaði 2-4 fyrir Duritu.
Kári Ármannsson og Sindri Þór Sigurðsson höfnuðu í 2. sæti í tvíliðaleik karla eftir 0-3 (9-11, 15-17, 12-14) tap gegn Aqqalu og Ivik Nielsen frá Grænlandi. Ísland átti bæði bronspörin, Daða Frey Guðmundsson og Magnús Finn Magnússon, og Magnús Gauta Úlfarsson og Magnús Jóhann Hjartarson.
Daði Freyr Guðmundsson og Guðrún G Björnsdóttir urðu önnur í tvenndarleik en þau töpuðu fyrir Ivik Nielsen og Melissu Larsen í úrslitaleik 2-3 (11-5, 9-11, 9-11, 11-9, 3-11).
Ivik Nielsen hefur unnið þrjú gull á mótinu til þessa, og á morgun kemur í ljós hvort hann vinnur þau fjórðu í einliðaleik karla.
Klippur og streymi úr mörgum leikjum á mótinu má sjá á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands.
Úrslit úr öllum leikjum mótsins má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=68377BB8-6187-4992-B99C-CAEA2F21A70C
Verðlaunahafar
Grein Nafn Land
Tvenndarleikur
1 Ivik Nielsen+Melissa Larsen Grænland
2 Daði FGuðmundsson+Guðrún G Björnsd. Ísland
3 Aqqalu Nielsen+Inngili Petersen Grænland
3 Fróði F. Jensen+Durita F. Jensen Færeyjar
Tvíliðaleikur karla
1 Aqqalu Nielsen+Ivik Nielsen Grænland
2 Kári Ármannsson+Sindri Þór Sigurðsson Ísland
3 Magnús J Hjartarson+Magnús GÚlfarsson Ísland
3 Daði F Guðmundsson+Magnús F Magnúss. Ísland
Einliðaleikur kvenna
1 Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir Ísland
2 Durita F. Jensen Færeyjar
3 Aldís Rún Lárusdóttir Ísland
3 Guðrún G Björnsdóttir Ísland
Verðlaunahafar í tvenndarleik, með Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ og Sigurði Val Sverrissyni, formanni BTÍ.
Verðlaunahafar í tvíliðaleik karla. Magnús Jóhann Hjartarson og Magnús Finn Magnússon vantar á myndina.
Verðlaunahafar í einliðaleik kvenna.
Mynd á forsíðu frá Aldísi Rún Lárusdóttur en aðrar myndir frá Finni Hrafni Jónssyni.
ÁMU