Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir sigraði í kvennaflokki í Bikarkeppni BH

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, sigraði í kvennaflokki í Bikarkeppni BH en leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu 26. janúar. Fjórum konum var boðin þátttaka á mótinu.

Kolfinna sigraði Aldísi Rún Lárusdóttur, KR 4-2 í jöfnum leik í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitunum vann Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon, Ástu M. Urbancic, KR 4-0.

Í úrslitum sigraði Kolfinna Bergrúnu 12-10 í oddalotu. Kolfinna lék betur framan af og vann tvær fyrstu loturnar í úrslitaleiknum en Bergrún komst inn í leikinn og jafnaði 2-2. Í oddalotunni hafði Bergrún frumkvæðið og var yfir 10-9 en Kolfinna skoraði þrjú síðustu stigin og sigraði 12-10. Hún fékk 30.000 kr. frá Fasteignasölunni Borg í verðlaun.

Allir leikir verða settir á YouTube með íslenskri lýsingu og þá má nálgast á Facebook síðu BH, https://www.facebook.com/Bordtennisdeildbh/  Einnig má þar hlusta á upphitunarþátt fyrir mótið og viðtöl við keppendur.

Mynd á forsíðu: Ásta M. Urbancic. Mynd af keppendum: Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson.

 

ÁMU

Aðrar fréttir