Kolfinna og Magnús Kristinn sigruðu á lokamóti Grand Prix mótaraðarinnar
Verðlaunahafar í kvennaflokki (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, og Magnús Kristinn Magnússon, Víkingi, sigruðu á lokamóti Grand Prix mótaraðar BTÍ, sem fram fór í TBR-húsinu í dag.
Kolfinna sigraði Guðrúnu G Björnsdóttur, KR 4-1 (11-4, 11-9, 15-13, 7-11, 15-13) í úrslitaleiknum. Í undanúrslitum sigraði Kolfinna Sigrúnu Ebbu Tómasdóttur, KR 4-2 en Guðrún lagði Aldísi Rún Lárusdóttur, KR 4-3 í hinum undanúrslitunum.
Magnús vann Daða Frey Guðmundsson úr Víkingi 4-1 (11-6, 11-9, 11-5, 8-11, 11-8) í úrslitum í karlaflokki. Magnús vann Jóhannes Bjarka Tómasson, BH, 4-0 í undanúrslitum. Daði vann Gunnar Snorra Ragnarsson, KR, 4-3 í hinum undanúrslitunum.
ÁMU (uppfært 31.3.)