Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A deildarmeistarar í 1. deild kvennna

A-lið KR varð deildarmeistari í 1. deild kvenna 2015-2016 með fullt hús stiga, en liðið vann alla leiki sína 3-0 og hefur því leikjahlutfallið 30-0 eftir deildarkeppnina. Liðið skipuðu Aldís Rún Lárusdóttir, Ásta M. Urbancic, Guðrún G Björnsdóttir og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir.

A-lið Víkings varð í 2. sæti með 16 stig. Liðið skipuðu Berglind Ósk Sigurjónsdóttir og Eyrún Elíasdóttir.

Þrjú lið voru jöfn að stigum í 3.-5. sæti með 8 stig. HK (Hrefna Namfa Finnsdóttir og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir) hreppti 3. sætið með hagstæðasta hlutfall unninna og tapaðra leikja (14-18, 0,78), KR-B (Ársól Arnardóttir, Guðbjörg Liv Margrétardóttir, Karitas Ármannsdóttir, Lilja Liv Margrétardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir) hafnaði í 4. sæti (13-18, 0,72) og Víkingur-B (Stella Karen Kristjánsdóttir og Þórunn Ásta Árnadóttir) í 5. sæti (12-19, 0,63). C-lið KR (Guðrún Ólafsdóttir, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Þórisdóttir) rak svo lestina með ekkert stig.

Í úrslitakeppninni mætast lið 1 og 4, þ.e. KR-A og KR-B, og lið 2 og 3, Víkingur-A og HK. Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit. Liðin, sem eru talin á undan hafa heimaleikjarétt ef koma skyldi til oddaleiks.

Úrslit úr einstökum leikjum

1. deild kvenna 9. umferð

KR-C – Víkingur-A 0-3

 1. Þóra Þórisdóttir – Eyrún Elíasdóttir 0-3
 2. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir – Berglind Ósk Sigurjónsdóttir 0-3
 3. Kristín/Þóra – Berglind/Eyrún 0-3

KR-B – HK 3-0

(HK mætti ekki til leiks vegna veikinda)

Víkingur-B – KR-A 0-3

 1. Þórunn Ásta Árnadóttir – Ásta M. Urbancic 0-3
 2. Stella Karen Kristjánsdóttir – Guðrún G Björnsdóttir 0-3
 3. Stella/Þórunn – Ásta/Guðrún 0-3

1. deild kvenna 10. umferð

KR-B – Víkingur-A 0-3

 1. Karitas Ármannsdóttir – Eyrún Elíasdóttir 0-3
 2. Ársól Arnardóttir – Berglind Ósk Sigurjónsdóttir 0-3
 3. Ársól/Karitas – Berglind/Eyrún 0-3

Víkingur-B – KR-C 3-0

 1. Stella Karen Kristjánsdóttir – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 3-0
 2. Þórunn Ásta Árnadóttir – Þóra Þórisdóttir 3-0
 3. Stella/Þórunn – Kristín/Þóra 3-0

KR-A – HK-A 3-0

(HK mætti ekki til leiks vegna veikinda)

 

Á forsíðumyndinni frá Pétri Stephensen má sjá liðin í tveimur efstu sætunum. Sigrúnu Ebbu Urbancic Tómasdóttur úr KR-A vantar á myndina.

 

ÁMU (uppfært 15.2.)

Aðrar fréttir