KR-A deildarmeistarar í Raflandsdeild kvenna
Tvær umferðir fóru fram í Raflandsdeildinni í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 20. janúar., 7. og 8. umferð. Síðustu tvær umferðirnar verða leiknar helgina 17.-18. febrúar.
KR-A hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Liðið hefur 16 stig og hlutfall unninna og tapaðra leikja er 24-1. Víkingur er í 2. sæti með 12 stig og hlutfall unninna og tapaðra leikja 19-11. Víkingur getur náð KR-A að stigum en ekki náð hagstæðara hlutfalli unninna og tapaðra leikja. KR-C hefur 10 stig og KR-B hefur 6 stig. KR-D og KR-E hafa 2 stig hvort lið.
Víkingur-A hefur forystu í 1. deild karla og hefur liðið 16 stig. BH-A er í 2. sæti með 12 stig og á enn möguleika að ná Víkingum að stigum. KR-A er í 3. sæti með 10 stig og HK-A er í 4. sæti með 6 stig. Víkingur-B hefur 4 stig og Víkingur-C hefur ekkert stig. Það er því ljóst að annað Víkingsliðanna fellur í 2. deild.
Hér fyrir neðan eru úrslit í liðsleikjunum en úrslit úr einstökum leikjum verða settar á næstunni á Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=73CC2211-E100-4394-9C49-BF9A58B15225.
7. umferð, Raflandsdeild karla
Víkingur B – Víkingur C 3-1
BH A -HK A 3-0
Víkingur A – KR A 3-0
7. umferð raflandsdeild kvenna
Víkingur – KR C 3-0
KR A – KR B 3-0
KR D – KR E 1-3
8. umferð raflandsdeild karla
Víkingur A – Víkingur C 3-0
KR A – BH A 3-1
HK A – Víkingur B 3-0
8. umferð raflandsdeild kvenna
KR E- KR C 2-3
KR B – KR D 3-1
Víkingur – KR A 1-3
Á forsíðumyndinni má sjá lið KR-A 20.1.2018 (f.v. Ásta M. Urbancic, Aldís Rún Lárusdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir). Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir lék einnig með liðinu á keppnistímabilinu.
ÁMU