Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A deildarmeistari í 1. deild kvenna

7. og 8. umferð í 1. deild karla og kvenna fóru fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 14. janúar. A-lið KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna en liðið hefur unnið alla sína leiki og hefur 14 stig eftir 7 leiki. Liðið á einn leik eftir. Víkingur hefur 8 stig eftir 6 leiki og KR-B hefur 8 stig eftir 7 leiki en þessi lið berjast um að komast í úrslitakeppnina.

Keppni í 1. deild karla hefur sjaldan verið jafnari. KR-A tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í vetur þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Víkings-A. KR-A heldur ennþá efsta sætinu í deildinni með 14 stig. BH og Víkingur-A hafa 12 stig og berjast þessi þrjú lið um deildarmeistaratitilinn. HK og KR-B hafa 4 stig og Víkingur-B hefur 2 stig og því er líka mikil spenna í  neðri hluta deildarinnar.

Fimmti og síðasti leikdagur í deildinni fyrir úrslitakeppnina verður 5. febrúar í Íþróttahúsi Hagaskóla.

Úrslit úr einstökum leikjum

7. umferð

 • Víkingur-B – KR-B 2-4
 • KR-A – HK-A 4-0
 • Víkingur-A – BH 4-0

8. umferð

 • HK-A – KR-B 0-4
 • Víkingur-B – BH 3-4
 • KR-A – Víkingur-A 2-4

Konur 

7. umferð

 • KR-A – KR-C 3-0
 • KR-B- KR-D 3-0
 • Víkingur-A situr hjá

8. umferð

 • KR-B – Víkingur-A 3-1
 • KR-D – KR-A 0-3
 • KR-C situr hjá

Úrslit úr einstökum leikjum verða fljótlega sett inn á vef Tournament Software en einnig má sjá þau á meðfylgjandi mynd.

ÁMU

Aðrar fréttir